VALMYND ×

Framfarir og sköpun

Þemadagar undir yfirskriftinni Framfarir og sköpun verða á morgun og föstudag. Nemendur hafa nú valið sér viðfangsefni eftir flokkum, en þeir eru:

  • Tækninýjungar - saga tækninnar og nýsköpun
  • Vísindamenn / uppfinningamenn
  • Skip tengd Skutulsfirði
  • Ísafjörður - menning og listir
  • Ísafjörður - framfarir og skipulag. 

Búast má við lífi í tuskunum næstu daga og verður virkilega spennandi að sjá nálgun nemenda á viðfangsefnunum. Á föstudag verður svo afraksturinn sýnilegur í nýja anddyri skólans og aðliggjandi göngum og eru allir að sjálfsögðu velkomnir að koma við hjá okkur í hádeginu á milli kl. 12:00 og 13:00.

Skóla lýkur kl. 13:00 þessa tvo daga og færist frístundin sem vera á á morgnana, til kl. 13:00. Dægradvölin verður einnig opnuð um leið og skóla lýkur.