VALMYND ×

Foreldradagur

Á morgun eru foreldraviðtöl í skólanum, en þá mæta nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum til umsjónarkennara. Aðrir kennarar verða líka til viðtals eftir þörfum hvers og eins. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að foreldrar bóka tíma sjálfir á mentor.is eftir því hvaða tími hentar hverjum og einum.

Engin kennsla verður því á morgun, en dægradvöl er opin frá kl. 14:00 - 16:00.