VALMYND ×

Eva Margrét í unglingalandsliðið

Eva Margrét Kristjánsdóttir (mynd: http://kfi.is)
Eva Margrét Kristjánsdóttir (mynd: http://kfi.is)

Eva Margrét Kristjánsdóttir, nemandi í 9. bekk G.Í. hefur verið valin í U15 ára landslið Íslands í körfubolta sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í byrjun júní. Ísland hefur tekið þátt í mótinu undanfarin ár með góðum árangri, en U15 er fyrsta landsliðið sem fer á mót erlendis hjá KKÍ.
Eva Margrét hefur æft gríðarlega vel og hefur það svo sannarlega skilað sér í vetur. Eva Margrét mun ásamt félögum sínum í 10. flokki stúlkna taka þátt í úrslitakeppni Íslandmóts KKÍ sem fer fram 27. - 29. apríl næstkomandi í Reykjavík.
Frá þessu er greint á heimasíðu Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar.