VALMYND ×

Eldvarnarvika

Í vikunni fékk 3. bekkur heimsókn frá tveimur starfsmönnum slökkviliðs Ísafjarðar sem fræddu nemendur um eldvarnir og mikilvægi rýmingaráætlunar í heimahúsum. Þeir komu einnig færandi hendi því krakkarnir fóru heim með plakat af Loga og Glóð, bók um eldvarnir, sögubók um Loga og Glóð og vasaljós. Aftast í sögubókinni eru svo spurningar sem krakkarnir eiga að svara við lestur bókarinnar og skila svo til kennarans.  Þar með eru þeir þátttakendur í eldvarnagetraun sem haldin er fyrir þriðja bekk ár hvert.  Vegleg verðlaun hafa verið fyrir þá sem vinna í þessari getraun og hafa vinningshafar oft komið frá Ísafirði og vonum við að svo verði einnig núna.