VALMYND ×

Dansæfingar fyrir þorrablót

 
 
 
 
 
 
 
Þorrablót 10. bekkjar verður haldið föstudaginn 20. janúar næstkomandi. Nemendur eru nú í óða önn að æfa réttu danssporin undir leiðsögn Evu Friðþjófsdóttur, danskennara. Ekki mega foreldrar verða neinir eftirbátar krakkanna og býður Eva þeim upp á námskeið í gömlu dönsunum, tvö skipti fyrir 500 kr. á mann í hvort skipti og rennur ágóðinn í ferðasjóð 10. bekkjar.
Fyrra námskeiðið verður fimmtudagskvöldið 12. janúar kl. 20:00 í sal skólans. Seinna skiptið verður svo mánudagskvöldið 16. janúar kl. 20:00 í sal skólans og eru foreldrar hvattir til að nýta sér þetta góða boð.