VALMYND ×

Beðið eftir go.com air

Föstudaginn 28. nóvember sýnir leiklistarval skólans leikritið Beðið eftir go.com air eftir Ármann Guðmundsson, í leikstjórn Guðnýjar Hörpu Henrysdóttur.

Frumsýningin hefst kl. 19:30 og er önnur sýning áætluð á laugardag kl. 14:00.

Löng hefð er fyrir því að nemendur setji upp leikrit í tengslum við 1. desember og verður svo dansleikur að sýningu lokinni á föstudagskvöld, fyrir unglingastig skólans.