VALMYND ×

Árshátíð G.Í.

Árshátíð Grunnskólans á Ísafirði verður haldin fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. mars n.k. Þar munu allir árgangar stíga á stokk og sýna atriði sín undir yfirskriftinni Lífið er leikur.

Síðustu dagar hafa einkennst af undirbúningi fyrir árshátíðina, enda er mikið í lagt og allir nemendur skólans koma að skipulagningunni á einn eða annan hátt, þó svo að ekki alveg allir stígi á svið, en langflestir þó. Skólinn býður upp á fimm sýningar til að koma öllum að og er aðgangseyrir kr. 1.000 sem rennur í ferðasjóð verðandi 7. bekkjar fyrir skólabúðaferð að Reykjum í Hrútafirði næsta haust.

 

1. sýning – fimmtudaginn 21. mars kl. 9:00.

Flytjendur: 1. – 7. bekkur.

Áhorfendur:  Nemendur í 1. og 2. bekk og foreldrar/gestir þeirra.

 

2. sýning – fimmtudaginn 21. mars kl. 11:00.

Flytjendur: 5.–10. bekkur

Áhorfendur: Nemendur í 5.–7. bekk og gestir (t.d. þeir sem ekki komast á öðrum tíma)

 

3. sýning – fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00.

Flytjendur: 5.–10. bekkur

Áhorfendur: Foreldrar, gestir og almenningur.  Þetta er ekki nemendasýning.

 

4. sýning – föstudaginn 22. mars kl. 9:00.

Flytjendur: 1. – 7. bekkur.

Áhorfendur: Nemendur í 3. og 4. bekk og foreldrar/gestir þeirra.

 

5. sýning – föstudaginn 22. mars kl. 20:00.

Flytjendur: 7.–10. bekkur,

Áhorfendur: Nemendur í 8.–10. bekk og foreldrar/gestir þeirra

Ball (fyrir nem. 8.-10. bk.) er að lokinni sýningu til miðnættis.