VALMYND ×

Alþjóðlegur dagur læsis

Alþjóðlegur dagur læsis er sunnudaginn 8. september. Af því tilefni ætlar Grunnskólinn á Ísafirði að hafa bangsadag í skólanum á mánudaginn fyrir nemendur í 1. - 6. bekk en þá mega börnin koma með bangsann sinn í skólann og verða bangsabækur í stóru hlutverki á skólasafninu.  

Mánudaginn 9. september hefst einnig fyrsta lestrarlota skólans þennan veturinn en hún stendur yfir í tvær vikur. Þá lesa nemendur skólans í a.m.k. 15 mínútur á dag í skólanum til viðbótar við heimalesturinn.