VALMYND ×

Alþjóðlegur dagur bókarinnar

Alþjóðlegur dagur bókarinnar er haldinn hátíðlegur í dag 23. apríl. Unesco tók daginn upp 1995 og miðar mörg sín verkefni tengd lestri og bókmenntum að þessum degi. Dagurinn á að hvetja ungt fólk til þess að lesa og stunda yndislestur. Hann er einnig tileinkaður rithöfundum og útgefendum.

23. apríl er viðeigandi dagsetning en dagurinn er fæðingardagur Halldórs Laxness og dánardagur hins enska Shakespeare og Miguel de Cervantes sem var spænskur leikritahöfundur og ljóðskáld. 

Nú stendur einmitt yfir lestrarlota hér í skólanum, sem lýkur á morgun, en nemendur hafa byrjað hvern skóladag síðustu vikuna á hljóðlestri.