VALMYND ×

Kynning á nýsköpunarverkefni

Undanfarnar vikur hefur 8. bekkur verið að vinna að spennandi nýsköpunarverkefni í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og FabLab smiðjuna. Nemendur hafa búið til frumgerð af hlut og gert viðeigandi viðskiptaáætlun. Hugarflugi nemenda eru lítil takmörk sett og verkefnin fjölbreytt og áhugaverð eftir því.

Kynning á verkefnum nemenda verður föstudaginn 8. mars kl. 10 í Þróunarsetri Vestfjarða. Búið er að skipa dómnefnd sem mun velja efnilegustu hugmyndirnar og hvetjum við bæjarbúa til að koma og fylgjast með þessum ungu hugvitsmönnum.