VALMYND ×

Heimsókn frá Alþingi

1 af 4

Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni heimsækir starfsfólk skrifstofu Alþingis grunnskóla á landsbyggðinni og setur upp eins konar Skólaþing fyrir nemendur í efstu bekkjunum. Markmið heimsóknanna er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn í dagleg störf þingmanna.

Á Alþingi hefur Skólaþing verið starfrækt frá árinu 2007 en á slíku þingi fara nemendur í 10.bekk í hlutverkaleik þar sem þeir setja sig í spor þingmanna og fylgja reglum um starfshætti Alþingis.

Í dag erum við svo heppin hér í G.Í. að fá heimsókn frá tveimur starfsmönnum skrifstofu Alþingis og eru nemendur 9. og 10. bekkjar því ,,þingmenn" í dag. Við þökkum Alþingi kærlega fyrir komuna og vonum svo sannarlega að við eigum eftir að sjá einhverja nemendur á Alþingi í framtíðinni.

Deila