VALMYND ×

Foreldradagur

Á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar, er foreldradagur. Þann dag mæta nemendur í viðtöl hjá umsjónarkennurum sínum ásamt foreldrum/forráðamönnum og farið verður yfir stöðu námsins o.fl. Aðrir kennarar og skólaráðgjafi verða einnig til viðtals ef óskað er eftir því.

Að venju býður 10. bekkur upp á vöfflur á 300 kr. í anddyri skólans, til fjáröflunar fyrir vorferð árgangsins.