VALMYND ×

Fréttir

Foreldradagur

Á morgun, miðvikudaginn 17. febrúar er foreldradagur hér í skólanum. Nemendur mæta þá til sinna umsjónarkennara ásamt foreldrum í stutt spjall. 

 

Strætóferðir

Ferðir strætisvagna hefjast kl. 14:00 og ættu nemendur því að geta nýtt sér ferðir þeirra heim eftir skóla.

Íþróttir á Torfnesi

Það verða ekki íþróttir á Torfnesi í dag.  Nemendur í 8. bekk eiga að mæta beint í skólann.

Ferðir strætisvagna

Ferðir strætisvangna falla niður í dag vegna mikillar hálku og hvassviðris.

 

Skráningar í foreldraviðtöl

Í gær fengu nemendur vitnisburði haustannar og vonum við að allir hafi náð sínum markmiðum sem þeir settu sér á haustdögum.

Miðvikudaginn 17. febrúar verða foreldraviðtöl hér í skólanum og engin kennsla. Í dag er opnað fyrir skráningar viðtala í mentor og geta foreldrar því valið sér sjálfir þann tíma sem hentar best.

Vinningshafi í eldvarnagetraun

Hlynur Kristjánsson, Dagur Atli Guðmundsson og Hermann Hermannsson
Hlynur Kristjánsson, Dagur Atli Guðmundsson og Hermann Hermannsson

Í desember komu þeir Hlynur Kristjánsson og Hermann Hermannsson frá slökkviliði Ísafjarðbæjar í heimsókn í 3. bekk til að uppfræða nemendur um eldvarnir í tilefni af eldvarnaviku. Við það tækifæri fengu allir nemendur bekkjarins að taka þátt í eldvarnagetraun.  Það er hefð að afhenda svo vinninga til vinningshafa getraunarinnar á 1-1-2 daginn og komu þeir félagar í dag með verðlaun fyrir einn nemanda bekkjarins og var það Dagur Atli Guðmundsson sem var svona heppinn. Að launum fékk hann viðurkenningarskjal, reykskynjara og tíuþúsund krónur.  Við óskum honum innilega til hamingju með vinninginn.

Rósaball í kvöld

10. bekkur stendur fyrir hinu árlega Rósaballi í kvöld í sal skólans og stendur gleðin frá kl. 20:00 - 23:30. Aðgangseyrir er kr. 1.000 fyrir einstaklinga en kr. 1.500 fyrir pör, sem mega að sjálfsögðu vera af sama kyni.

Fundur um heimanámsstefnu

Vorið 2013 var heimanámsstefna, sem unnin var í samráði við foreldra, kennara og nemendur, lögð fram. Nú er stefnan í endurskoðun og því boðum við foreldra á fund til að fá fram þeirra álit. Á fundinum verður einnig rætt um samstarf heimila og skóla. Fundurinn verður í dansstofu skólans fimmtudaginn 11. febrúar kl.17:00 (gengið inn frá Aðalstræti).

Maskadagur

Mánudaginn 8. febrúar er maskadagurinn eða bolludagur öðru nafni. Af því tilefni verða grímuböll á sal skólans sem hér segir:

1. – 3. bekkur kl. 8:20-9:10

4. - 5. bekkur kl. 10:20-11:00

6. og 7. bekkur kl. 13:10-13:40

Nemendur og starfsfólk eru margir hverjir í grímubúningum þennan dag og verður gaman að sjá allar þær furðuverur sem verða á ferli.

Þriðjudaginn 9. febrúar (sprengidag) er svo starfsdagur kennara án nemenda og engin kennsla.

Strætó er hættur að ganga

Vegna veðurs verður hvorki strætó kl 14:00 eða 15:00.  Foreldrar eru beðnir að sækja þá nemendur sem áttu að nota þessar ferðir.  Dægradvöl er opin eins og venjulega.  Vinsamlega látið vita á facebook síðum árganga þegar þið hafið sé þessa færslu. Hringt verður í þá sem ekki melda sig.  Yngri nemendur verða ekki sendir án fylgdar úr skólanum.