1.fundur NGÍ
Fyrsti fundur Nemendafélags Grunnskólans á Ísafirði (NGÍ) var haldinn 2.desember 2025. Mættir voru G. Halla Magnadóttir, skólastjóri, Helga S. Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri, Birkir Snær Þórisson, Sólbjört Milla Gunnarsdóttir, Guðmundur Högni Einarsson, Silfa Þórarinsdóttir, Ásdís Erla Káradóttir, Sverrir Páll Aðalsteinsson, Pétur Arnar Kristjánsson, Amelia Anna Wielgosz (varamaður Emilíu Rósar Sindradóttur), Guðmundur Arnór Shiransson og Una Margrét Halldórsdóttir. Fulltrúa 8.bekkjar vantaði.
- Halla setti fundinn og fór yfir lög um nemendafélög, en í lögum um grunnskóla frá 2008 nr. 91, 10.grein segir:
Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr. - Farið yfir lög NGÍ sem skiptast í
- o Almenn atriði – nafn, markmið
- o Aðalstjórn – framkvæmd og skipulag
- o Starfsemi – tíðni funda, hlutverk fulltrúa
- o Kosningar – framkvæmd þeirra
- o Gildi laganna – dagsetning
Lögin samþykkt með handauppréttingu og undirrituð af öllum.
- Hugmyndir að starfsreglum og verkefnum. Nemendum var skipt í 3 hópa, þar sem hver hópur fjallaði um sínar hugmyndir. Það sem fram kom úr þeirri vinnur var:
- Betri skólalóð, fleiri rólur, fleiri leiktæki, betri kastala, skólahreystibraut. Taka portið og setja tæki. Finna ný leiktæki. Setja minigolfvöll í portið.
- Bæta við ,,gaga“ velli
- Setja upp klifurvegg
- Fleiri leikjadagar
- Fella niður heimalestur á unglingastigi
- Fleiri hleðslutæki fyrir iPada
- Endurnýja og bæta spil á bókasafni
- Rökræða um vandamál skólans
- Halda fundi
- Búa til dagatal fyrir körfuboltavöllinn
- Fleiri íþróttatíma
- Að skólinn hefjist kl. 8:40 á morgnana
- Setja fikti-teygjur undir nemendaborð (fyrir fætur)
- Hafa spegla í öllum stofum
- Allir megi vera í fótbolta í einu
- Félagsmiðstöð fyrir miðstig
- Að rökræða hlutverk talsmanns og kjósa hann svo.
Rætt var um að velja talsmann félagsins með framboði og kosningu. Sex fulltrúar buðu sig fram; Guðmundur Arnór, Una, Sólbjört, Guðmundur Högni, Ásdís og Birkir. Stigu þau öll fram hvert og eitt og sögðu af hverju ætti að kjósa þau.
Leynileg kosning fór fram þar sem hver og einn skrifaði tvö nöfn frambjóðenda á miða. Niðurstöður urðu þær að Una Margrét var kjörinn talsmaður NGÍ og Guðmundur Arnór til vara.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 9:10.
Fundargerð ritaði Helga S. Snorradóttir.