Vorverkadagur og löng helgi
Á morgun er vorverkadagur hér í skólanum, þar sem nemendur í 1. - 9. bekk fá ákveðin útiverkefni í samvinnu við Ísafjarðarbæ. Verkefnin snúa að gróðursetningu, hreinsun, málun og fleiru og vonum við að veðrið verði sem best til góðrar útivistar. Allir nemendur hafa með sér morgunnesti, en mötuneyti skólans býður svo öllum nemendum, upp á grillaðar pylsur á milli kl. 12:00 og 13:00. Frístundin hefst svo kl. 13:00 og fer strætó í Holtahverfið á sama tíma. Umsjónarkennarar veita allar frekari upplýsingar.
Við minnum svo á langa helgi, þar sem annar í hvítasunnu er á mánudag.
Deila