Vorverkadagur
Föstudaginn 24. maí er vorverkadagur hér í skólanum þar sem 1. - 9. bekkur hafa allir sín ákveðnu umhverfisverkefni í samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Nemendur mæta í skólann kl. 8:00 með nesti í bakpoka og klæddir til útiveru. Mötuneytið býður öllum nemendum skólans upp á grillaðar pylsur á milli kl. 12:00 og 13:00. Frístundin og dægradvölin færast til kl. 12:40 og fara aðrir heim með strætó kl. 13:00 frá skólanum. Engin strætóferð verður kl. 14:00, en bókasafnið er opið til kl. 16:00 ef einhverjir þurfa að bíða eftir tómstundastarfi.
Náttúran er viðkvæm og hana þarf að umgangast af mikilli gát og virðingu. Vorverkadagur sem þessi miðar að því að nemendur gefi umhverfi sínu frekari gaum og beri umhyggju fyrir því.
Við vonum að allir njóti samverunnar þennan dag þrátt fyrir að spáin mætti vera betri, en við höfum alltaf skjól hér í skólanum ef þurfa þykir.