Vorferðalag 10. bekkjar
Í gær þreyttu 10. bekkingar sitt síðasta próf í grunnskóla. Við tekur vorferðalag árgangsins, en á mánudagsmorgun verður lagt af stað kl. 8:15 frá Torfnesi, norður á Bakkaflöt í Skagafirði. Dvalið verður í Skagafirðinum fram á fimmtudag og ýmislegt sér til gamans gert. Farið verður í flúðasiglingu, litabolta, þrautir, sund í hinni margrómuðu sundlaug á Hofsósi, rúntað um Skagafjörð, haldnar kvöldvökur og fleira.
Hópurinn áætlar heimkomu seinnipart fimmtudags.
Deila