Vorferð 10. bekkjar
Nemendur 10. bekkjar halda af stað í vorferð sína á morgun, sunnudaginn 25. maí. Mæting er kl. 10:30 við Alþýðuhúsið.
Ferðinni er heitið að Steinsstöðum í Skagafirði þar sem ýmis ævintýri bíða. M.a. verður farið í litbolta, klettaklifur og flúðasiglingu. Þar að auki er ætlunin að heimsækja hina frægu sundlaug á Hofsósi, borða pizzur á Sauðárkróki, sulla í lauginni á Steinsstöðum og leika sér í fótbolta, taka lagið og sprella alls konar eftir því sem hugmyndaflugið leyfir.
Heimferð er fyrirhuguð á miðvikudag og gert ráð fyrir að koma heim á Ísafjörð á milli kl. 17 og 18.