VALMYND ×

Vinaliðum þökkuð vel unnin störf

Vinaliðar voru kallaðir upp á svið
Vinaliðar voru kallaðir upp á svið
1 af 3

Í morgun var síðasti starfsdagur vinaliða á þessari önn. Af því tilefni voru allir nemendur 4. - 7. bekkjar kallaðir á sal og vinaliðum þakkað sérstaklega fyrir vel unnin störf, auk þess sem öllum öðrum nemendum voru færðar þakkir fyrir góðar viðtökur vinaliðaverkefnisins. Að því loknu var vinaliðum boðið í sundferð til Bolungarvíkur og er hópurinn væntanlegur í skólann aftur um hádegið.

Eftir áramót verður nýr hópur vinaliða kosinn, en vinaliðaverkefnið snýst um það að setja upp leikstöðvar í frímínútunum hjá 4. - 7. bekk og stjórna vinaliðar því að allt fari vel fram á hverri stöð. Verkefnið hófst í október s.l. og hefur tekist afar vel og er það ekki síst að þakka öllum nemendum, sem hafa tekið verkefninu mjög vel. Tilgangurinn er að allir finni eitthvað við sitt hæfi í frímínútunum og enginn verði afskiptur.

Deila