VALMYND ×

Vinaliðanámskeið

1 af 3

Sigríður Inga Viggósdóttir, umsjónarmaður vinaliðaverkefnisins, kom í heimsókn til okkar í síðustu viku. Hún kenndi bæði nýjum vinaliðum og þeim sem hafa verið vinaliðar hjá okkur í vetur nýja leiki auk þess sem farið var yfir hvað það er að vera vinaliði. Krakkarnir sem voru valdir til að vera vinaliðar í haust fengu ekki námskeið vegna covid ástandsins og var því boðið að mæta með nýju vinaliðunum sem byrja í næstu viku. Þeir læra hvernig best er að stýra leikjum og að bjóða krökkum sem eru einir að taka þátt. Einnig þurfa vinaliðar að vera skipulagðir og fá smá tíma fyrir frímínútur til að stilla upp sinni vinaliðastöð.

Það var líf og fjör á námskeiðinu hjá Sigríði Ingu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Vinaliðastarfið er gefandi og skemmtilegt og fá nemendur góða leiðtogaþjálfun sem nýtist þeim í öllu starfi. /AFR

Deila