VALMYND ×

Vinaliðanámskeið

1 af 2

Í morgun hélt Atli Freyr Rúnarsson, íþróttakennari, vinaliðanámskeið fyrir verðandi vinaliða í 4. - 6. bekk. Aðalmarkmið vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Hreyfing nemenda eykst ef fjölbreytt úrval leikja er á skólalóðinni og færri nemendur eru stakir eða óvirkir. Við viljum að öllum nemendum líði vel í skólanum og á skólalóðinni og taki þátt í að gera skólann enn betri en hann er. Nemendur sem takast á við hlutverk vinaliða fá frábæra leiðtogaþjálfun í gegnum hlutverkið um leið og þeir styrkjast sem einstaklingar.

Deila