VALMYND ×

Vinabæjarheimsókn til Kaufering

Í dag heldur hópur vaskra nemenda og kennara frá Ísafjarðarbæ til Þýskalands á vit ævintýra í vinabænum Kaufering í Bæjaralandi. Þetta eru sjö krakkar úr 10. bekk á Ísafirði og Þingeyri ásamt tveimur kennurum, þeim Herdísi Hübner og Monicu Mackintosh. Hópurinn mun dveljast þar ytra í eina viku og koma aftur heim laugardaginn 24. sept.

Nemendurnir dvelja á heimilum jafnaldra sinna í Kaufering og er ýmislegt spennandi á dagskrá vikunnar fyrir utan skólaheimsóknir. Er ekki að efa að hópurinn á skemmtilega og lærdómsríka viku framundan.​

Deila