Vilborgarþema
Undanfarin ár hefur skólinn valið eitt tiltekið ljóðskáld eða rithöfund og nemendur unnið með texta þess á fjölbreyttan hátt. Í fyrra var það Megas og árið 2010 varð Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fyrir valinu.
Nú er röðin komin að Vilborgu Dagbjartsdóttur, en hún er án efa á meðal þekktustu ljóðskálda landsins. Hún er einnig virtur og mikilvirkur þýðandi og barnabækur hennar eru löngu orðnar sígildar. Þess má einnig geta að Vilborg var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2000 þegar hún hlaut riddarakross fyrir fræðslu og ritstörf.
Næsta vika verður tileinkuð verkum hennar og verður afrakstur þeirrar vinnu vonandi sýnilegur á veggjum skólans.
Deila