Viðurkenning í eldvarnarátaki
Í nóvember s.l. hófst eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Slökkviliðin heimsóttu nemendur 3.bekkjar um land allt og ræddu við þá um eldvarnir og sýndu þeim teiknimynd um Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg. Einnig gafst nemendum kostur á að taka þátt í eldvarnagetraun. Nú hefur verið dregið úr réttum svörum getraunarinnar hér á Ísafirði og kom Sigurður A. Jónsson slökkviliðisstjóri í heimsókn í morgun og afhenti verðlaunin. Það var Þórður Atli Sigurðsson sem reyndist sá heppni í þetta sinn og hlaut að launum viðurkenningarskjal og gjafabréf.
Við þökkum slökkviliði Ísafjarðarbæjar kærlega fyrir fræðsluna og óskum Þórði Atla innilega til hamingju.
Deila