Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn
Ísafjarðarbær hefur sett fram sameiginleg viðbrögð fyrir alla skóla sveitarfélagsins, varðandi ófullnægjandi skólasókn nemenda (sbr. meðfylgjandi myndir). Í þessum sameiginlegu viðbrögðum eru engar breytingar í GÍ varðandi fjarvistir nemenda en það sem er nýtt er að nú eru komin viðbrögð við leyfum og veikindum. Betur verður farið yfir þetta á haustfundum í skólabyrjun og er birt hér til kynningar.
Deila