Verum ástfangin af lífinu
Í morgun heimsótti Þorgrímur Þráinsson okkur og hélt tvo fyrirlestra fyrir nemendur, einn fyrir 5.-7.bekk og annan fyrir 10.bekk. Í fyrri fyrirlestrinum leiðbeindi rithöfundurinn nemendum varðandi skapandi skrif með það að markmiði að efla læsi og styrkja þar með sjálfsmynd nemenda. Hann gaf þeim skemmtilegar kveikjur að sögum og komu ansi fjölbreyttar og skemmtilegar sögur sem nemendur sömdu í framhaldi af fyrirlestrinum.
Fyrirlesturinn fyrir 10.bekk bar yfirskriftina ,,Verum ástfangin af lífinu" þar sem Þorgrímur hvatti nemendur fyrst og fremst til að leggja sig fram, bera ábyrgð á sjálfum sér, hjálpa öðrum og vera góðar manneskjur. Einnig fjallaði hann um mikilvægi svefns og markmiðssetningar. Nemendur hlýddu af athygli og tileinka sér vonandi eitthvað af hans góðu ráðum.
Deila