VALMYND ×

Verðlaun í Hreyfiviku UMFÍ

6.bekkur ásamt Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, Ríkharði B. Snorrasyni og Guðnýju S. Stefánsdóttur
6.bekkur ásamt Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, Ríkharði B. Snorrasyni og Guðnýju S. Stefánsdóttur

Í morgun kom Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, færandi hendi í 6. bekk. Þar afhenti hún bekknum verðlaun fyrir þátttöku í Hreyfiviku UMFÍ, en skólinn fékk flesta með sér til virkni í því verkefni. Verðlaunin voru kr. 100.000 og tók 6. bekkur við þeim, þar sem sá árgangur var í fararbroddi í verkefninu undir styrkri stjórn Guðnýjar S. Stefánsdóttur og Ríkharðs B. Snorrasonar, umsjónarkennara árgangsins.

Krakkarnir hafa nokkrar hugmyndir að nýtingu þessara peninga, en að sjálfsögðu verður þeim varið til kaupa á einhverju sem hvetur til hreyfingar og heilbrigðis.

Deila