VALMYND ×

Verðlaun fyrir Ólympíuhlaup ÍSÍ

1 af 2

Í september s.l. tók skólinn þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ eins og venjulega. Nemendur gátu valið um nokkrar vegalengdir og tóku allir þátt í hlaupinu sem það gátu og hlupu ýmist inn að Engi, Seljalandi eða golfskálanum í Tungudal.

Það var sérlega skemmtilegt þegar þær fréttir bárust okkur að skólinn hefði verið einn þriggja skóla sem dreginn var út, en 66 skólar tóku þátt þetta árið, sem er met. Í verðlaun hlaut skólinn inneign sem nú hefur verið nýtt til að kaupa bolta og snú-snú bönd fyrir alla árganga skólans. Í gær og dag voru allir nemendur boðaðir á sal skólans, þar sem verðlaunin voru afhent formlega og tóku fulltrúar allra árganga við þeim með brosi á vör, enda fátt skemmtilegra en að uppskera vel eftir góða frammistöðu.

 

Deila