VALMYND ×

Verðlaun á 112-deginum

Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri og Garðar Logi Guðmundsson
Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri og Garðar Logi Guðmundsson

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) fór fram fyrir jólin, en þá heimsóttu slökkviliðsmenn nemendur í 3. bekk í öllum grunnskólum landsins og fræddu þá um eldvarnir. Nemendur fengu eintak af handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Nemendum bauðst svo að taka þátt í Eldvarnagetraun.

Í morgun, á 112-deginum,  komu svo slökkviliðsmenn Ísafjarðar í heimsókn í 3.bekk, þar sem dregið hafði verið út úr réttum lausnum í getrauninni. Garðar Logi Guðmundsson var sá heppni og fékk hann vegleg verðlaun sem Sigurður A. Jónsson, nýráðinn slökkviliðsstjóri afhenti honum. 

Deila