Veltibíllinn í heimsókn
Í morgun fengum við Pál Halldór Halldórsson, Hnífsdæling og rallýkappa með meiru í heimsókn til okkar með veltibílinn. Veltibíllinn er í eigu Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna og er af gerðinni VW Golf en kerran var smíðuð á Íslandi. Markmið heimsóknarinnar var að fræða nemendur um mikilvægi öryggisbelta í bifreiðum, sem Páll innti vel af hendi. Allir nemendur skólans sem vildu fengu að prófa bílinn, sem fór nokkrar veltur með 5 farþega í einu. Krökkunum fannst þetta mikil upplifun og gera sér vonandi enn frekari grein fyrir nauðsyn beltanna í framtíðinni.
Deila