Vel heppnaður útivistardagur
Nemendur 5. - 10. bekkjar áttu aldeilis góðan útivistardag í dag í Tungudal. Krakkarnir voru mjög duglegir á svigskíðum, gönguskíðum, brettum og sleðum, auk þess sem sumir fengu sér góðan göngutúr í þessu fallega umhverfi. Veðrið lék við okkur, þó aðeins færi að blása um hádegisbilið og allir fóru heim endurnærðir um kl. 13:00.
Deila