Veðurviðvaranir
Í kvöld og nótt er spáð austan og norðaustan stormi eða roki, 18-25 m/s. Appelsínugul viðvörun er í gangi til klukkan 7:00 í fyrramálið, en eftir það á veðrið að fara að ganga niður og er gul viðvörun í gangi til kl. 10:00 á morgun.
Þegar gular viðvaranir eru í gildi hjá Veðurstofu Íslands skulu foreldrar ávallt meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann. Skólinn er alltaf opinn þó slíkar viðvaranir sé í gildi.
Þegar appelsínugular eða rauðar viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi hefur skólastjóri heimild, í samráði við sviðsstjóra, að fella niður skólastarf. Sé það gert er það auglýst á heimasíðu skólans, Facebook síðu skólans, svo og í tölvupósti til foreldra, eigi síðar en kl. 7:00 að morgni þess dags.
Við bendum á nýjar reglur um skólahald í Ísafjarðarbæ þegar óveður geisar, sem samþykktar voru á síðasta ári.
Deila