Veðrið ekki að vinna með 10. bekkingum
Á hverju hausti eru fjallgöngur hjá öllum árgöngum skólans, erfiðari fjallgöngur eftir því sem líður á skólagönguna. Í dag ætluðu fjórir árgangar að fara en vegna rigningar þá var ákveðið að fresta, 1. bekkur skellti sér samt upp í Stórurð.
10. bekkingar koma inn að hausti og geta vart beðið eftir að fara í 10. bekkjar ferðina sína yfir á Hornstrandir. Það hefur aldeilis ekki gengið eftir að þau komist í sína ferð. Ferðinni hefur verið frestað tvivar sinnum og núna er verið að vinna að enn einu skipulaginu til þess að þau fái sína ferð. Foreldrar og umsjónakennarar í 10. bekk ætla að gera flest til að þess að þessi ferð verði farin, með einhverju breytti sniði þó.
Deila