VALMYND ×

Útivistardagar

Veðrið leikur við okkur þessa dagana og kemur það sér aldeilis vel í þeim fjallgöngum sem standa nú yfir. Í morgun sigldu 10.bekkingar norður á Hesteyri og ganga þaðan yfir Sléttuheiði að Sæbóli í Aðalvík þar sem þeir gista í tjöldum í nótt. Árgangurinn kemur svo siglandi þaðan á morgun.

4.bekkur gekk upp í Naustahvilft í morgun í blíðviðrinu og 9.bekkur gekk upp á Kistufell eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en það er 781 m.y.s.  Á næstu dögum munu svo þeir árgangar sem eftir eru grípa einhvern góðviðrisdaginn til sinnar fjallgöngu.

Deila