Útivist í blíðskaparveðri
Þessa dagana eru grunnskólanemendur í sínum árlegu fjallgöngum. Það viðraði aldeilis vel á 5. bekkinga í morgun, en þeir hjóluðu inn að Seljalandi og gengu inn í skóg. Þaðan lá leiðin upp með Buná, sem er nokkuð bratt og einnig var nokkuð hált vegna rigningar undanfarna daga. Krakkarnir röltu svo niður að Seljalandi aftur og hjóluðu heim á leið glaðir í bragði.
Deila