VALMYND ×

Útistærðfræði á unglingastigi

Á miðvikudögum í vetur er öll stærðfræði á unglingastigi kennd utandyra. Í morgun áttu nemendur í 8. og 10. bekk að búa til snjókarl þar sem miðjukúlan átti að hafa tvöfalt stærra ummál en efsta kúlan og neðsta kúlan átti að vera þrefalt stærri en sú efsta. Eina sem þau fengu var reipi til að hjálpa sér við mælingarnar.

Vinnan var skemmtileg og skapandi og gátu nemendur nýtt sér þann litla snjó sem okkur hlotnaðist í gær, ásamt ýmsu lauslegu sem fokið hafði svo sem trjágreinar.

Deila