VALMYND ×

Útileikfimi

Mynd frá íþróttadegi G.Í. fyrir nokkrum árum
Mynd frá íþróttadegi G.Í. fyrir nokkrum árum

Nú er apríl að renna sitt skeið á enda og við tekur maí með öllu sínu vorskipulagi. Við erum að ganga frá skipulagningu á öllum þeim viðburðum sem verða á dagskránni og birtum um leið og lokið er.

Útileikfimin hófst í dag og hitta krakkarnir í 1. - 4. bekk sína íþróttakennara við Sundhöllina, en 5. - 10. bekkur mætir áfram upp á Torfnes og nýtir sér aðstöðuna þar. Við minnum alla á að vera klædda til útiveru.

Deila