Úrslitakeppnin í Skólahreysti
Fimmtudaginn 26. apríl fer úrslitakeppnin í Skólahreysti fram í Laugardalshöll. Eins og fram hefur komið, þá tryggði G.Í. sér sæti í úrslitunum en fyrir skólann keppa þau Elvar Ari Stefánsson, Hálfdán Jónsson, Natalía Ösp Ómarsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir.
Sýnt verður frá úrslitakeppninni á RÚV kl. 20:05 og fylgjumst við að sjálfsögðu vel með og óskum okkar fólki góðs gengis.
Deila