VALMYND ×

Úrslit í Pangeu

Úrslitakeppni Pangeu 2023 fór fram með pompi og prakt í gær í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Keppendur stóðu sig virkilega vel og þátttökumet var slegið í ár þar sem 4.893 nemendur alls (2.573 úr 8.bekk og 2.320 úr 9.bekk), úr samtals 66 skólum af öllu landinu tóku þátt í keppninni. Okkar menn, þeir Hálfdán Ingólfur Hálfdánsson og Orri Norðfjörð stóðu sig frábærlega og eru í topp 37 í sínum árgöngum, af þessum 4.893 nemendum. Við óskum þeim, kennurum þeirra og foreldrum innilega til hamingju með árangurinn. 

Deila