Uppskerutími
Í dag var uppskerutími hjá nemendum á miðstigi þegar þeir fóru ásamt heimilisfræðikennara út að sækja grænmeti sem sett var niður í vor. Það var samdóma álit krakkanna að grænmetið hefði sjaldan verið betra! Það verða glaðir nemendur sem fá að njóta uppskerunnar næstu daga.
Deila