VALMYND ×

Uppskeruhátíð vinaliða

Í morgun hittust nemendur sem starfað hafa sem vinaliðar í vetur, í félagsmiðstöðinni og fögnuðu góðu starfi í vetur. Þeir Atli Freyr og Árni Heiðar, íþróttakennarar, settu upp skemmtidagskrá fyrir krakkana með alls konar leikjum og buðu svo upp á smá hressingu. Við þökkum þessum flotta hóp kærlega fyrir sitt frábæra starf í vetur.

Vinaliðaverkefnið hefur verið starfrækt hér við skólann frá haustinu 2014 og hefur það gengið vonum framar. Því er ætlað, samhliða góðum eineltisáætlunum, að draga úr einelti og auka vellíðan og samheldni nemenda í skólum. Helstu markmið verkefnisins eru að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vináttuböndum, minnka togstreitu milli nemenda og hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fá að taka þátt.

 
Deila