VALMYND ×

Upplýsingafundur fyrir starfsmenn og foreldra

Klukkan 16.15 í dag, mánudaginn 25. mars, verður haldinn kynningarfundur fyrir starfsfólk og foreldra um niðurstöður úr sýnatöku úr stofum í austurálmu Grunnskólans á Ísafirði. Eins og kynnt hefur verið þá innihéldu sýni af báðum hæðum álmunnar myglu og ljóst að fara þarf í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu. Á fundinum mun Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í þessum málefnum hjá verkfræðistofunni Eflu, fara yfir málið með starfsfólki og foreldrum. Þá kynna Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri og sviðsstjórarnir Margrét Halldórsdóttir og Brynjar Þór Jónasson hvað þetta þýðir fyrir skólastarfið og til hvaða aðgerða þarf að grípa. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir skólastjóri verður einnig á fundinum og svarar fyrirspurnum.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum, enda er samvinna skóla og heimilis nauðsynleg í þessu eins og öðru.

Deila