VALMYND ×

Undankeppni í Skólahreysti á morgun

Á morgun tekur G.Í. þátt í undankeppni Skólahreysti í Garðabæ. G.Í. keppir í 1.riðli ásamt 9 öðrum skólum, víðs vegar að af landinu, en alls eru riðlarnir 7 þetta árið. Efstu liðin úr hverjum riðli keppa svo til úrslita í Laugardalshöllinni þann 21.maí n.k.

Fyrir hönd G.Í. keppa þau Anna Salína Hilmarsdóttir, Dagný Rut Davíðsdóttir, Birta Kristín Ingadóttir, Grétar Smári Samúelsson og Tómas Elí Vilhelmsson. Þjálfari liðsins er Axel Sveinsson, íþróttakennari.

Undankeppnin verður sýnd á RÚV kl. 14:00 í beinni útsendingu. Við óskum okkar fólki góðs gengis og fylgjumst spennt með.

Deila