Tvö smit í viðbót
Við vorum að fá upplýsingar um það frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að smitin eru nú orðin fjögur, öll í 1. bekk. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fjölmörgum prófum og fáum við þær á morgun.
Það er alveg ljóst að þetta afbrigði sem er hér á ferðinni er bráðsmitandi og ítrekum við að aldrei er nógu varlega farið. Ef börnin, eða aðrir í fjölskyldunni sýna minnstu einkenni, verður að panta sýnatöku strax. Ef barn er með einkenni þá er það í einangrun þar til niðurstöður úr prófunum koma og einnig allir aðrir úr fjölskyldunni.
Deila