Þróunarverkefni í bígerð næsta vetur
Næsta vetur stendur til að fara af stað með þróunarverkefni í 1. bekk sem snýst um að vera með aukinn stuðning á yngsta stigi þannig að auðveldara verði að mæta þörfum allra nemenda og styðja umsjónarkennara til að sinna teymiskennslu. Verðandi 1. bekkur eru 47 nemendur og stefnt er að fimm kennara teymi. Hér er frábært tækifæri fyrir framsækna kennara til að takast saman á við teymiskennslu með faglegum stuðningi.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Sveinfríður Olga Veturliðadóttir.