VALMYND ×

Þingeyringar sigruðu Vestfjarðariðilinn

Grunnskólinn á Þingeyri stóð uppi sem sigurvegari í Vestfjarðariðlinum í skólahreysti, sem fram fór fyrr í dag. Þar með tryggði skólinn sér þátttökuréttinn í úrslitakeppninni, sem fram fer 16. maí n.k. í Laugardalshöll.

Okkar fólk hafnaði í öðru sæti og hefur því lokið keppni. Við óskum Þingeyringum innilega til hamingju með sigurinn svo og öllum öðrum þátttakendum sem hafa æft stíft undanfarið og staðið sig einstaklega vel.