VALMYND ×

Þingeyringar sigruðu Vestfjarðariðilinn

Grunnskólinn á Þingeyri stóð uppi sem sigurvegari í Vestfjarðariðlinum í skólahreysti, sem fram fór fyrr í dag. Þar með tryggði skólinn sér þátttökuréttinn í úrslitakeppninni, sem fram fer 16. maí n.k. í Laugardalshöll.

Okkar fólk hafnaði í öðru sæti og hefur því lokið keppni. Við óskum Þingeyringum innilega til hamingju með sigurinn svo og öllum öðrum þátttakendum sem hafa æft stíft undanfarið og staðið sig einstaklega vel.

Deila