VALMYND ×

Þemadagar og vetrarfrí

Fimmtudaginn 13. febrúar er ætlunin að hafa þemadag fyrir alla nemendur skólans, en 1.-4.bekkur verður einnig í þemavinnu á miðvikudeginum. Yfirskriftin að þessu sinni er umhverfið og umhverfisvernd og munu nememendur vinna í hópum ýmis verkefni þessu tengd. Nemendum er blandað saman innan hvers stigs, þannig að nemendum á yngsta stigi er blandað saman, nemendum miðstigs blandað saman unglingastigið saman. Skólatími er eins og venjulega og valgreinar unglingastigs eftir hádegi halda sér.

Vetrarfríið okkar er svo föstudaginn 14. og mánudaginn 17. febrúar.

Deila