VALMYND ×

Þemadagar

Á morgun og föstudaginn verða þemadagar í skólanum undir yfirskriftinni Saman í liði - allir á iði. Öllum nemendum skólans er þá skipt niður í 28 hópa þvert á árganga til að nemendur á ýmsum aldri kynnist betur. Hóparnir fara svo tveir og tveir saman á ýmsar skemmtilegar stöðvar og er áhersla lögð á góða hreyfingu.  Stöðvarnar sem eru í boði eru súmba, afmælisleikir og þrautir, ratleikur, minigolf, boðhlaup og pokahlaup, dansspil, diskó og brennó, hugleiðsla, söngur, lummubakstur, ljóðagerð, spil og fréttagerð.

Skóla lýkur kl. 13:05 báða þessa daga og verður mötuneytið á sínum stað í dagskránni.

Deila