VALMYND ×

Þakkardagur vinaliða

Vinaliðar vorannar 2016
Vinaliðar vorannar 2016
1 af 2

Í morgun hittust 4. - 7. bekkur á sal skólans til að þakka vinaliðum vel unnin störf frá áramótum. Að því loknu fóru vinaliðarnir ásamt Árna Heiðari Ívarssyni, umsjónarmanni verkefnisins í bíó. Hópurinn er svo væntanlegur aftur í skólann um hádegisbilið.

Vinaliðaverkefnið hefur verið starfrækt hér við skólann í tvö ár og hefur það gengið vonum framar. Því er ætlað, samhliða góðum eineltisáætlunum, að draga úr einelti og auka vellíðan og samheldni nemenda í skólum. Helstu markmið verkefnisins eru að:

  • stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum skólanna
  • leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vináttuböndum
  • minnka togstreitu milli nemenda og
  • hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fá að taka þátt.
Árskóli á Sauðárkróki er móðurskóli verkefnisins en fjölmargir grunnskólar víðs vegar um landið taka nú þátt í verkefninu. Þess má geta að Árskóli fékk á dögunum gilda tilnefningu og þar með viðurkenningu Heimilis og skóla fyrir verkefnið.
Deila